Velferðarkennsla í Snælandsskóla hlýtur viðurkenningu menntaráðs

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi þróunarverkefni í grunnskólum Kópavogs, viðurkenningar sem kallast Kópurinn. Soffía Weisshappel hlaut viðurkenningu fyrir kennslustundirnar Karakter á unglingastigi þar sem hún fléttar saman jákvæða sálfræði, námstækni, forvarnir og allt sem snýr að velferð og vellíðan. … Halda áfram að lesa: Velferðarkennsla í Snælandsskóla hlýtur viðurkenningu menntaráðs